Forseti sækir hátíðarsamkomu um borð í Óðni og flytur þar ávarp. Hinn 27. janúar 1960 kom varðskipið Óðinn til heimahafnar í Reykjavík. Skipið var smíðað í Danmörku og kom óðara að góðum notum í þorskastríðinu sem geisaði um þær mundir. Óðinn lét líka til sín taka í átökum áttunda áratugarins og sinnti einnig björgunarstörfum. Varðskipið er núna hluti Sjóminjasafnsins í Reykjavík og um borð má fræðast um sögu þorskastríðanna og björgunarafreka. Hollvinasamtök Óðins hafa haldið skipinu við og færði forseti þeim þakkir fyrir þeirra mikla framlag. Í máli sínu stiklaði forseti einnig á stóru í sögu Óðins við björgunarstörf og landhelgisgæslu. Á þeim málum er jafnframt tæpt í ritum um þorskastríðin sem forseti reit áður en hann tók við embætti. – Hér má horfa á ávarp forseta.

Fréttir
|
26. jan. 2020
Varðskipið Óðinn
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt