Forseti ávarpar leiðtogafund sem UN Women efndi til undir merkjum HeForShe átaksins, sem miðar að því að karlar beiti sér í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna á öllum sviðum. Forseti ávarpaði þann lið fundarins sem sneri að launajafnrétti á vinnumarkaði og sagði hann meðal annars frá jafnlaunavottun sem íslensk stjórnvöld hafa innleitt, fyrst ríkja heims, til að vinna gegn kynbundnum launamun. Meðal annarra þjóðarleiðtoga sem ávörpuðu fundinn voru Sauli Niinistö, forseti Finnlands, Justin Trudau, forseti Kanada og Paul Kagame, forseti Rúanda.
Upptöku af fundinum í heild sinni má sjá hér (ávarp forseta hefst á 30:46).
Ávarpið má einnig sjá á Twitter síðu forseta.