• Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmynd/Gunnar Vigfússon
Fréttir | 03. okt. 2022

Sendiherra Frakklands

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Frakklands, Guillaume Bazard, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um traust samskipti Íslands og Frakklands, öryggismál Evrópu, einkum innrás Rússlandshers í Úkraínu og nauðsyn þess að ríki álfunnar standi saman andspænis þeirri vá. Einnig var rætt um möguleika á samstarfi Íslands og Frakklands í umhverfismálum, ekki síst á sviði umhverfisvænna orkugjafa. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var boðið til móttöku fyrir embættismenn, fulltrúa viðskipta og menningar og aðra sem sinna samskiptum Íslands og Frakklands. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar