• Gunnlaugur Steinar Guðmundsson og Sigurður Gunnlaugsson ásamt forseta við gestabókarborðið í anddyri Bessastaða.
  • Margrét Sigurðardóttir, Gunnlaugur Steinar Guðmundsson, Sigurður Gunnlaugsson, Aðalbjörg Sigurðardóttir og Greipur Gíslason ásamt forseta.
Fréttir | 19. des. 2022

Lýðveldisfánastöngin

Forseti tekur á móti Sigurði Gunnlaugssyni, fyrrum iðnrekanda, og fjölskyldu hans. Faðir Sigurðar, Gunnlaugur S. Jónsson vélsmiður, hannaði og smíðaði borðfánastangir sem tileinkaðar voru lýðveldisárinu 1944. Stöngin stendur á stuðlabergsfæti með inngreyptri lágmynd af Íslandi og dagsetningunni 17. júní 1944. Ein slík fánastöng er í eigu forsetaembættisins og prýðir gestabókarborðið í anddyri Bessastaða. Steypumótið sem Gunnlaugur hannaði og smíðaði stangirnar upp úr hefur varðveist í eigu Sigurðar sonar hans, sem hyggst nú gefa Iðnaðarsafninu á Akureyri það til varðveislu. Af því tilefni komu afkomendur Gunnlaugs á Bessastaði og ræddu við forseta um uppruna lýðveldisfánastanganna. Með í för var Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar