Fréttir | 17. okt. 2023

Indónesía

Forseti tekur á móti Teuku Faizasyah, nýjum sendiherra Indónesíu gagnvart Íslandi með aðsetur í Ósló. Rætt var um hugsanlegt samstarf Íslands og Indónesíu á sviði jarðhitanýtingar þar í landi. Einnig var rætt um átökin í Ísrael og Palestínu, viðurkenningu Íslands á sjálfstæði Palestínu árið 2011 og möguleika indónesískra stjórnvalda á að beita sér í þágu friðar. Loks var rætt um sjónarmið íslenskra stjórnvalda á sviði mannréttinda, loftslagsmála og alþjóðalaga.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar