Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Kína, He Rulong, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti Íslands og Kína í áranna rás; undir lok síðasta árs var hálf öld liðin frá því að ríkin tóku upp stjórnmálasamband. Meðal annars var rætt um væntanlega fjölgun kínverskra ferðamanna á Íslandi og möguleika á auknu samstarfi á sviði jarðhitanýtingar og sjávarútvegs. Forseti kynnti sjónarmið íslenskra stjórnvalda í sambandi við innrás Rússlandshers í Úkraínu og sendiherra rakti sjónarmið kínverskra stjórnvalda. Þá lýsti forseti afstöðu Íslands á sviði kynjajafnréttis, umhverfisverndar og mannréttinda.

Fréttir
|
16. mars 2022
Sendiherra Kína
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt