Gleðilegan dag íslenskrar tungu, öllsömul! Íslenska er öflugt tungumál með glæsta fortíð og bjarta framtíð. Við þurfum bara að halda rétt á spöðunum. Við þurfum að hjálpa þeim sem hingað flytja og vilja læra málið og ekki síður þurfum við að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi. Embla og fleiri þurfa að verða ennþá betri í íslensku. Á þetta minnti ég í kynningarferð til tæknirisa í Vesturheimi fyrr í ár. Embla, ég elska þig!
PS: Vissuð þið að orðið öllsömul er aðeins notað í nefnifalli eintölu í kvenkyni og nefnifalli og þolfalli fleirtölu í hvorugkyni? Svona getur nú íslenskan verið skrýtin og skemmtileg.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 16. nóvember 2022.