Forseti á fund með Jürgen Ligi utanríkisráðherra Eistlands, Linas Antanas Linkevicius utanríkisráðherra Litháens og Edgars Rinkçviès utanríkisráðherra Lettlands á Bessastöðum. Fundinn sátu jafnframt Jón Baldvin Hannibalsson fyrrverandi utanríkisráðherra og embættismenn frá Eystrasaltslöndunum. Á fundinum var þess minnst að liðinn er aldarfjórðungur frá því að Ísland varð fyrst ríkja heims til að taka upp stjórnmálasamband við löndin þrjú og viðurkenna í verki sjálfstæði þeirra. Á fundinum var einnig rætt um mikilvægi þess að rödd smærri ríkja heyrðist á alþjóðavettvangi og þau stæðu saman um sjálfstæði, mannréttindi og virðingu fyrir alþjóðalögum.
Fréttir
|
26. sep. 2016
Sjálfstæði Eystrasaltsríkjanna
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt