Mér hlotnaðist sú ánægja í dag að sæma Tim Ward riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskra hagsmuna á alþjóðavettvangi. Hann fór fyrir vaskri lögmannasveit sem varði málstað Íslands í Icesave-deilunni fyrir EFTA-dómstólnum. Fyrr á þessu ári var réttur áratugur liðinn frá því að dómur féll í því máli, Íslandi í vil. Fróðlegt var að ræða við Ward og aðra gesti á Bessastöðum um málið og margt sem því tengist. Tim Ward er sannkallaður Íslandsvinur.
Fréttapistill
|
06. des. 2023