Sundátakið Syndum hófst í dag. Ég hvet öll þau sem á því hafa tök að skella sér í laugar landsins, synda eins margar ferðir milli bakka og hugurinn girnist og líkaminn leyfir, og skrá svo herlegheitin á heimasíðu verkefnisins. Sund er frábær heilsubót og ekki eru pottarnir síðri. Njótum þessarar náttúruauðlindar okkar Íslendinga saman!
Á myndinni má sjá Ásgeir Ásgeirsson forseta stinga sér til sunds í Laugardal, þar sem Ásgeir var fastagestur.
Birtist fyrst á facebook-síðu forseta 1. nóvember 2022.