Forseti sæmir Tim Ward lögmann riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskra hagsmuna á alþjóðavettvangi. Ward var málflytjandi Íslands í Icesave-málinu. Þann 23. janúar í ár var áratugur liðinn frá því að EFTA-dómstóllinn kvað upp dóm í málinu, Íslandi í vil.
Í fylgd með Ward komu á Bessastaði þau Kristján Andri Stefánsson sendiherra og lögmennirnir Jóhannes Karl Sveinsson og Þóra M. Hjaltested, sem áttu sæti í málflutningsteymi Íslands í Icesave-málinu, auk Catherine Davidson, eiginkonu hans og Þorsteins Siglaugssonar, vinar Wards frá fornu fari.