Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Noregs, Aud Lise Norheim, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samskipti ríkjanna og þau sögulegu menningartengsl sem tengja þau nánum böndum. Þá var rætt um formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og Norðurskautsráðinu, atbeina Íslands í mannréttindamálum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og sameiginlegar áskoranir í bráð og lengd, ekki síst á sviði öryggis- og loftslagsmála, sem tengjast í raun þegar vel er að gáð.
Fréttir
|
01. okt. 2019
Sendiherra Noregs
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt