Forseti sæmir þrjá ræðismenn Íslands á Spáni riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir þjónustu þeirra við hagsmuni Íslendinga og framlag til að styrkja og efla tengsl Íslands og Spánar. Í dag, 1. september, voru sæmdar þær Sol Daurella Comadrán og Astrid Helgadóttir, ræðismenn í Barcelona. Áður hafði ræðismaður Íslands í Orihuela verið sæmdur orðunni þann 30. ágúst. Kjörræðismenn gegna mikilvægu, ólaunuðu hlutverki í utanríkisþjónustu Íslands, sérstaklega í þeim löndum þar sem ekki er íslenskt sendiráð.

Fréttir
|
01. sep. 2021
Ræðismenn Íslands á Spáni
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt