• Ljósmynd/Sigurjón Ólason
Fréttir | 04. nóv. 2021

Neyðarkallinn

Forsetahjón taka þátt í leitaræfingu á sjó og vekja þannig athygli á Neyðarkalli björgunarsveita 2021. Hin árlegra fjáröflun Slysavarnarfélagsins Landsbjargar stendur dagana 4.-7. nóvember og í ár er neyðarkallinn sjóbjörgunarmaður, enda er félagið að ráðast í það umfangsmikla verkefni að endurnýja björgunarskipin hringinn í kringum landið. Á æfingunni var siglt frá Reykjavíkurhöfn á björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni og var forseti hífður um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar á meðan forsetafrú tók við stýri björgunarskipsins.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar