Forseti sækir verklokafund átaksins Römpum upp Reykjavík. Verkefninu var hleypt af stokkunum í mars með því sjónarmiði að bæta aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum í miðborg höfuðborgarinnar. Settu markmiði um að setja upp 100 rampa í borginni er nú náð og gott betur. Í framhaldinu verður sjónum beint að landinu öllu. Haraldur Þorleifsson frumkvöðull hefur forystu um verkefnið sem er unnið í samvinnu við ríki, Reykjavíkurborg, ýmis félagasamtök og fyrirtæki sem leggja því lið, en forseti er verndari verkefnisins. Nánari upplýsingar má sjá á Facebook-síðu Römpum upp Reykjavík.
Fréttir
|
05. nóv. 2021
101 rampur í Reykjavík
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt