Forseti tekur á móti stjórnendum bandaríska tölvuleikjaframleiðandans Riot Games og aðstandendum heimsmeistaramótsins í League of Legends sem nú fer fram á Íslandi. Með í för voru einnig Ólafur Hrafn Steinarsson formaður Rafíþróttasambands Íslands og Pétur Þ. Óskarsson forstjóri Íslandsstofu. Heimsmeistaramótið í League of Legends er stærsta rafíþróttamót heims og fylgjast milljónir áhorfenda með útsendingu þess. Forseti ræddi við skipuleggendur mótsins um vaxandi vinsældir rafíþrótta og hitti einnig liðin tvö sem leika til úrslita, kínverska liðið Edward Gaming og suður-kóreska liðið Damwon Gaming. Úrslitaleikur heimsmeistaramótsins fer fram í Laugardalshöll á morgun, 6. nóvember.
Fréttir
|
05. nóv. 2021
League of Legends
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt