• Forseti heilsar Pascal Lamy, forseta Friðarþingsins í París.
  • Forseti mætir til Friðarþingsins í París
  • Forseti á Friðarþinginu í París í boði Emmanuels Macrons forseta Frakklans
Fréttir | 11. nóv. 2021

Friðarþing í París

Forseti sækir Friðarþing í París ásamt mörgum öðrum þjóðarleiðtogum í boði Emmanuels Marcons, forseta Frakklands. Stofnað var til friðarþingsins, Paris Peace Forum, árið 2018 og er þetta því í fjórða sinn sem það er haldið. Yfirskrift þingsins í ár er „Mind the Gaps" og er sjónum beint að ójöfnuði á ýmsum sviðum samfélagsins. Í ávarpi sínu til þingsins lagði forseti sérstaka áherslu á kynjajafnrétti. Ávörp gestkomandi þjóðhöfðingja á friðarþinginu voru tekin upp fyrirfram og má sjá ávarp forseta Íslands hér á Twitter og hér á Youtube.

 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar