Forseti flytur erindi á ráðstefnunni Green Hydrogen Symposium í Lúxemborgarhöll í París, þar sem fjallað var um þróun á sviði vetnismála í Frakklandi og á Íslandi. Öldungadeild franska þingsins stóð fyrir vetnisráðstefnunni, í samvinnu við Fransk-íslenska viðskiptaráðið og sendiráð Íslands í París. Í erindi sínu fjallaði forseti um orkuskipti og áskoranir í þeim efnum. Ráðstefnuna sóttu einnig fulltrúar franskra orkufyrirtækja og forstjórar Landsvirkjunar, Grænvangs og HS Orku á Íslandi. Að henni lokinni átti forseti fund með Roger Karoutchi varaforseta öldungadeildarinnar. Erindi forseta var flutt á ensku og má lesa það hér.
Fréttir
|
12. nóv. 2021
Vetnisráðstefna í Lúxemborgarhöll
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt