Forseti afhendir Íslensku bókmenntaverðlaunin á Bessastöðum. Verðlaunin hlaut í flokki fræðibóka og rita almenns efnis Sigrún Helgadóttir fyrir bókina Sigurður Þórarinsson: Mynd af manni. Í flokki barna- og ungmennabóka fékk Þórunn Rakel Gylfadóttir verðlaunin fyrir Akam, ég og Annika. Í flokki skáldverka var það Hallgrímur Helgason sem verðlaunin hreppti fyrir söguna Sextíu kíló af kjaftshöggum.
Við þetta tækifæri flutti forseti ávarp sem lesa má hér.
Í fréttatilkynningu, sem send var út fyrr í dag, má sjá hvaða bækur voru tilnefndar til verðlaunanna.