• Á frumsýningu Skugga Sveins hjá Leikfélagi Akureyrar. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson
  • Forseti hitti húsráðendur á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði, Gunnar Sigurðsson og Svanhildi Pálsdóttur, ásamt Hrefnu Jóhannesdóttur, oddvita Akrahrepps, og Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra í Skagafirði.
  • Forseti heimsótti Hælið í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og kynnti sér þar sýningu um sögu berklanna á Íslandi sem María Pálsdóttir á veg og vanda af.
  • Á leik KA og Stjörnunnar á Akureyri. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson.
  • Fundur með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson.
Fréttir | 13. feb. 2022

Norðurferð

Forseti sækir viðburði og á fundi á Norðurlandi. Á laugardag hitti hann fyrst húsráðendur á Stóru-Ökrum 1 í Skagafirði, Gunnar Sigurðsson og Svanhildi Pálsdóttur, ásamt Hrefnu Jóhannesdóttur, oddvita Akrahrepps, og Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra í Skagafirði. Haustið 2020 þurfti að skera allt fé niður þar vegna riðu, eins og víðar í firðinum.

Að kvöldi sótti forseti frumsýningu Leikfélags Akureyrar á nýrri leikgerð Skugga-Sveins, leikrits Matthíasar Jochumssonar.

Á sunnudagsmorgni var forseti við messu í Akureyrarkirkju þar sem Svavar Alfreð Jónsson þjónaði fyrir altari. Eftir hádegi hélt forseti á Hælið í Kristnesi í Eyjafjarðarsveit og kynnti sér þar sýningu um sögu berklanna á Íslandi sem María Pálsdóttir á veg og vanda af. Loks var forseti viðstaddur leik KA og Stjörnunnar í handknattleik karla.

Í norðurförinni átti forseti einnig fundi með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra og Eyjólfi Guðmundssyni, rektor Háskólans á Akureyri.

Viðtal við forseta um norðurförina má lesa á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar