Forseti ávarpar stofnfund átaksverkefnisins Römpum upp Ísland. Verkefnið er framhald af átakinu Römpum upp Reykjavík, sem ráðist var í 2021 með því markmiði að setja upp 100 rampa í höfuðborginni.
Með Römpum upp Ísland er átakinu haldið áfram á landsvísu og er markmiðið að setja upp 1.000 rampa á næstu fjórum árum um land allt, til að tryggja jafnt aðgengi hreyfihamlaðra að verslunum og þjónustu. Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, er sem fyrr hvatamaður verkefnisins en forseti er verndari þess.
Fundurinn fór fram í Skyrgerðinni í Hveragerði en vegna covid-smita á heimili forseta ávarpaði hann fundinn rafrænt. Kveðjuna má sjá á facebook-síðu forseta.