Forseti sækir hátíðardagskrá sjómannadagsins í Reykjavík. Dagurinn hófst með athöfn við Minningaröldur í Fossvogskirkjugarði. Á minnisvarðann eru letruð nöfn drukknaðra, týndra sjómanna, og annarra sæfara. Þá sótti forseti hátíðarmessu sjómannadagsins í Dómkirkjunni í Reykjavík. Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir prédikaði og séra Sveinn Valgeirsson sóknarprestur Dómkirkjunnar þjónaði en lesarar voru frá Landhelgisgæslunni. Meðan á guðsþjónustu stóð var lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins.
Í Sjómannadagsblaði ársins er m.a. viðtal við forseta um rannsóknir hans á sögu landhelgismálsins og má lesa það hér.