• Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Forseti ásamt Anu Irene Laamanen, nýjum sendiherra Finnlands og starfsfólki finnska sendiráðsins á Íslandi. Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
Fréttir | 06. sep. 2022

Sendiherra Finnlands

Forseti tekur á móti Anu Irene Laamanen, nýjum sendiherra Finnlands, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um traust samskipti Íslands og Finnlands í áranna rás og leiðir til að efla þau jafnvel enn frekar. Þá var rætt um aðild Finnlands að Atlantshafsbandalaginu og skýran stuðning Íslendinga í þeim efnum. Loks var rætt um ýmsa viðburði fram undan sem ætlað er að efla samband Íslands og Finnlands. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var boðið til móttöku fyrir embættismenn og aðra sem sinna samskiptum Íslands og Finnlands.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar