Forseti sendir Karli III. Bretakonungi samúðarkveðju vegna fráfalls Elísabetar II. drottningar. Áður hafði forseti vottað bresku konungsfjölskyldunni og íbúum Stóra-Bretlands og Samveldisins samúð á samfélagsmiðlum. Í bréfi sínu til konungs minnist forseti meðal annars ferðar drottningar til Íslands árið 1990 og þess góða þokka sem hún bauð af sér hér á landi. Þá segir forseti í bréfinu að fallinn sé frá einn merkasti þjóðarleiðtogi seinni alda.
Þá rituðu forsetahjón nöfn sín og samúðarkveðjur í minningabók sem nú liggur frammi í sendiráði Bretlands á Íslandi.