• Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
  • Ljósmyndir/Gunnar Vigfússon
Fréttir | 06. okt. 2022

Sendiherra Bandaríkjanna

Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Bandaríkjanna, Carrin F. Patman, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samstarf Íslands og Bandaríkjanna á ýmsum sviðum og leiðir til að efla það enn frekar, til dæmis á sviði viðskipta og mennta. Þá var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu, aðrar viðsjár á alþjóðavettvangi og stöðu Íslands í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var boðið til móttöku fyrir embættismenn, fulltrúa viðskipta og menningar og aðra sem sinna samskiptum Íslands og Bandaríkjanna. 

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar