Forseti tekur á móti nýjum sendiherra Bandaríkjanna, Carrin F. Patman, sem afhendir trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um samstarf Íslands og Bandaríkjanna á ýmsum sviðum og leiðir til að efla það enn frekar, til dæmis á sviði viðskipta og mennta. Þá var rætt um innrás Rússlands í Úkraínu, aðrar viðsjár á alþjóðavettvangi og stöðu Íslands í varnarsamstarfi vestrænna ríkja. Að lokinni afhendingu trúnaðarbréfs var boðið til móttöku fyrir embættismenn, fulltrúa viðskipta og menningar og aðra sem sinna samskiptum Íslands og Bandaríkjanna.
Fréttir
|
06. okt. 2022
Sendiherra Bandaríkjanna
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt