Forseti tekur þátt í málfundi ásamt Sauli Niinistö, forseta Finnlands, í Veröld – húsi Vigdísar. Rætt var um norræna samvinnu á átakatímum, undir fundarstjórn Auðuns Atlasonar, ráðgjafa forsætisráðherra í utanríkismálum. Að loknum umræðum forsetanna fóru fram pallborðsumræður þar sem Thomas Blomqvist og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ráðherrar Norðurlandamála í ríkisstjórnum Íslands og Finnlands, ræddu málefnið ásamt Jóni Ólafssyni, prófessor við Háskóla Íslands, og Ann-Sofie Nielsen lektor. Umræðum stýrði Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðastofnunar Háskóla Íslands. Viðburðurinn var opinn almenningi.
Fréttir
|
19. okt. 2022
Samvinna á átakatímum
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt