Forsetahjón ferðast um Vesturland með Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og Jenni Haukio forsetafrú. Ekið var um Þingvelli og Kaldadal upp að Langjökli, þar sem haldið var á jökulinn og inn í manngerðu ísgöngin sem þar eru. Þá voru skoðaðar merkingar við ísröndina sem sýna hve hratt jökullin hefur hopað ár frá ári. Leiðsögumaður í ferðinni var Sif Pétursdóttir, sem vinnur nú að meistaraverkefni í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands um aflögunarmælingar í ísgöngunum í Langjökli. Fræddi hún forstahjónin um jarðeðlisfræði á svæðinu og áhrif loftslagsbreytinga á jökulinn. Að lokinni jöklaferð var áð í Húsafelli, við Hraunfossa og Barnafossa áður en haldið var aftur til Reykjavíkur þar sem tveggja daga ríkisheimsókn forseta Finnlands lauk.
Fréttir
|
20. okt. 2022
Langjökull
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt