Eliza Reid forsetafrú tekur þátt í hringborðsumræðum um jafnréttismál á Gyðingasafninu í Bratislava. Forsetahjón eru nú í opinberri heimsókn í Slóvakíu í boði Zuzana Čaputová, forseta landsins. Juraj Rizman, maki forseta, tók á móti forsetafrú á Gyðingasafninu þar sem þau fengu leiðsögn um tímabundna sýningu safnsins þar sem fjallað er um afrekskonur í slóvakískri sögu. Á eftir fylgdu hringborðsumræður þar sem Eliza Reid og Juraj Rizman ræddu við fulltrúa félagasamtaka sem beita sér fyrir jafnréttimálum í Slóvakíu.
Fréttir
|
27. okt. 2022
Rætt um jafnrétti
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt