• Zuzana Čaputová, forseti Slóvakíu, tók á móti forseta Íslands og forsetafrú með heiðursverði við forsetahöllina í Bratislava.
  • Zuzana Čaputová, forseti Slóvakíu, tók á móti forseta Íslands og forsetafrú með heiðursverði við forsetahöllina í Bratislava.
  • Zuzana Čaputová, forseti Slóvakíu, tók á móti forseta Íslands og forsetafrú með heiðursverði við forsetahöllina í Bratislava.
  • Forseti ritar í gestabók forsetahallar Slóvakíu.
  • Fundur sendinefnda forseta Íslands og forseta Slóvakíu í forsetahöllinni í Bratislava.
  • Fundur sendinefnda forseta Íslands og forseta Slóvakíu í forsetahöllinni í Bratislava.
  • Forseti flytur opnunarávarp á Slóvak-íslensku viðskiptaþingi um jarðhitanýtingu í Slóvakíu.
  • Forseti Íslands og forseti Slóvakíu opna Slóvakískt-íslenskt viðskiptaþing um jarðhitanýtingu í Slóvakíu.
  • Forseti fundar með Eduard Heger forsætisráðherra Slóvakíu.
  • Forseti fundar með Eduard Heger forsætisráðherra Slóvakíu.
  • Forseti fundar með Eduard Heger forsætisráðherra Slóvakíu.
  • Forseti fundar með Boris Kollár, þingforseta Slóvakíu, í Bratislava kastala.
  • Forseti fundar með Boris Kollár, þingforseta Slóvakíu, í Bratislava kastala.
  • Forseti fundar með Boris Kollár, þingforseta Slóvakíu, í Bratislava kastala.
Fréttir | 27. okt. 2022

Slóvakía

Forsetahjón hefja opinbera heimsókn til Slóvakíu með athöfn við forsetahöllina í miðborg Bratislava. Zuzana Čaputová, forseti Slóvakíu, tók á móti forseta Íslands og forsetafrú með heiðursverði og síðan var haldið inn í forsetahöllina þar sem forsetarnir funduðu ásamt sendinefndum.

Í sendinefnd forseta eru Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri, auk embættismanna og fulltrúa frá skrifstofu forseta. Þá fylgir forseta fjöldi fulltrúa úr viðskiptalífinu sem hyggjast efla samstarf við Slóvaka á sviði jarðhitanýtingar, rannsókna og nýsköpunar.

Að loknum fundum í forsetahöllinni var haldið í ráðstefnusal utanríkisráðuneytis Slóvakíu þar sem forseti Íslands og forseti Slóvakíu settu sérstakt málþing um jarðhita og leiðir til að efla samstarf þjóðanna á sviði umhverfisvænnar orku og nýsköpunar.

Í lok dags áttu forseti og sendinefnd fundi með Eduard Heger forsætisráðherra og Boris Kollár, þingforseta Slóvakíu. Rætt var um möguleika á samstarfi Slóvakíu og Íslands á sviði jarðhitanýtingar, réttindi hinsegin fólks, menntasamstarf á sviði læknavísinda og fleira.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar