Fréttir | 27. okt. 2022

Tepláreň

Forsetahjón funda með fulltrúum hinsegin samfélagsins í Slóvakíu og votta virðingu sína fórnarlömbum hatursglæps sem framinn var í höfuðborginni Bratislava. Þann 13. október voru tveir menn skotnir til bana fyrir utan hinsegin skemmtistaðinn Tepláreň, helsta athvarf hinsegin fólks í borginni.

Forseti og forsetafrú, sem eru í opinberri heimsókn í Slóvakíu, lögðu blómvendi að vettvangi ódæðisverksins og sendum fjölskyldum og vinum hinna látnu samúðarkveðjur fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Þá funduðu þau með eiganda barsins og fulltrúum félagasamtaka í Slóvakíu um baráttuna fyrir réttindum hinsegin fólks.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar