Forseti tekur við fána Íslands til varðveislu. Á hann ritaði Sveinn Björnsson forseti nafn sitt og var fáninn gjöf hans til styrktar uppgjafahermönnum úr síðari heimsstyrjöldinni. Fyrir nokkru var fáninn boðinn upp á uppboðshúsi í Kaupmannahöfn. Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, átti hæsta boð, hreppti fánann og flutti til Íslands sumarið 2021 með stuðningi Eimskipafélags Íslands. Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag var fáninn formlega afhentur Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu en um leið var frá því gengið að hann skyldi geymdur og sýndur á þjóðhöfðingjasetrinu.
Í ávarpi við athöfnina þakkaði forseti Minjum og sögu, Þjóðminjasafni Íslands og Eimskipafélaginu þeirra atbeina. Einnig tóku til máls Stefán Einar Stefánsson, formaður Minja og sögu, og Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður.
Fréttir
|
29. nóv. 2022
Sveinsfáni
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt