Fréttir | 29. nóv. 2022

Sveinsfáni

Forseti tekur við fána Íslands til varðveislu. Á hann ritaði Sveinn Björnsson forseti nafn sitt og var fáninn gjöf hans til styrktar uppgjafahermönnum úr síðari heimsstyrjöldinni. Fyrir nokkru var fáninn boðinn upp á uppboðshúsi í Kaupmannahöfn. Vinafélag Þjóðminjasafnsins, Minjar og saga, átti hæsta boð, hreppti fánann og flutti til Íslands sumarið 2021 með stuðningi Eimskipafélags Íslands. Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag var fáninn formlega afhentur Þjóðminjasafni Íslands til varðveislu en um leið var frá því gengið að hann skyldi geymdur og sýndur á þjóðhöfðingjasetrinu.
Í ávarpi við athöfnina þakkaði forseti Minjum og sögu, Þjóðminjasafni Íslands og Eimskipafélaginu þeirra atbeina. Einnig tóku til máls Stefán Einar Stefánsson, formaður Minja og sögu, og Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar