Forseti er sérstakur gestur á fundi ráðherranefndar Evrópuráðsins, í tengslum við formennsku Íslands í ráðinu. Forseti ávarpaði fundinn til að ræða um áherslur í formennsku Íslands, þar á meðal um leiðtogafundinn sem haldinn verður í Reykjavík í maí 2023.
Í ræðu sinni áréttaði forseti það hlutverk Evrópuráðsins að standa vörð um mannréttindi, lýðræði og réttarríkið. Innrás Rússlands í Úkraínu undirstriki að smáríki eins og Ísland eigi allt sitt undir því að alþjóðalög séu virt og að stofnanir eins og Evrópuráðið standi traustum fótum.
Forseti átti einnig fund með Björn Berge, varaframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, og skrifaði í hina gullnu bók Evrópuráðsins. Þá átti forseti fund Kolomiets Valeria, dómsmálaráðherra Úkraínu, og Boris Tarasyuk, fastafulltrúa Úkraínu hjá Evrópuráðinu. Rætt var um ábyrgðarskyldu vegna glæpa sem framdir hafa verið í innrásinni í Úkraínu.