Forseti heimsækir Grunnskóla Vestmannaeyja og fær kynningu á þróunar- og rannsóknarverkefninu Kveikjum neistann. Markmið verkefnisins er að efla læsi og bæta líðan nemenda. Tveir yngstu árgangar grunnskólans taka nú þátt í verkefninu en miðað er að því að fylgja nemendum eftir frá upphafi skólagöngu og allt til loka hennar. Fyrsti árgangurinn sem tekur þátt hóf skólagöngu haustið 2021. Verkefnið er því komið á annað ár og hefur gefið góða raun. Forseti fékk kynningu á framgangi verkefnisins, ræddi við kennara og starfsfólk og heimsótti nemendur í skólastofum.
Fréttir
|
24. jan. 2023
Kveikjum neistann
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt