Forsetahjón taka á móti gestum og gangandi í opnu húsi á Bessastöðum í tilefni Safnanætur á Vetrarhátíð. Boðið var upp á þá nýbreytni í ár að varpa kvikmynd á gafl Bessastaðakirkju. Þar mátti sá samantekt frá Kvikmyndasafni Íslands á hreyfimyndum frá íslensku mannlífi í forsetatíð nokkurra fyrrverandi forseta.
Gestir voru auk þess boðnir velkomnir í Bessastaðastofu og gátu skoðað móttökusal og bókhlöðu forsetasetursins. Bessastaðastofa var byggð á 18. öld og á sér merka sögu. Í húsinu má sjá sýnishorn gjafa, sem forseta hafa borist, og fornleifar í kjallara veita innsýn í búsetu á Bessastöðum allt frá landnámstíð.
Starfsmenn embættis forseta og aðstoðarmenn veittu upplýsingar um staðinn og voru gestum til aðstoðar.
Myndsafn frá opnu húsi má sjá hér.