Forseti flytur ávarp og tekur þátt í umræðum á Hinsegin landsmóti ungmenna. Mótið stóð yfir um helgina að Varmalandi í Borgarfirði og sóttu það hinsegin ungmenni hvaðanæva af landinu. Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi fjölbreytni og umburðarlyndis í samfélaginu og að við stæðum öll saman um þær framfarir sem átt hafa sér stað á undanförnum áratugum í þeim efnum á Íslandi þótt enn sé verk að vinna eins og ýmsar frásagnir þátttakenda á landsmótinu staðfestu.
Fréttir
|
05. feb. 2023
Hinsegin landsmót ungmenna
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt