Forseti og forsetafrú eru viðstödd krýningu Karls III. Bretakonungs og Kamillu drottningar í Lundúnum og taka þátt í dagskrá þeim til heiðurs. Föstudaginn 5. maí bauð konungur til móttöku í Buckinghamhöll fyrir þjóðhöfðingja og aðra tigna gesti. Laugardaginn 6. maí fór krýning hans svo fram í Westminster Abbey. Að krýningu lokinni bauð James Cleverly, utanríkisráðherra Bretlands, gestum til hádegisverðar í Church House við Dean’s Yard í Westminster.
Forsetahjón hittu Karl III. konung síðast í september 2022 við útför Elísabetar II. Bretadrottningar.