Fréttir | 11. maí 2023

ACONA

Forseti tekur á móti nemendum og kennurum alþjóðlegs samningatækninámskeiðs í afvopnunarmálum. Námið ber heitið The Arms Control Negotiations Academy, ACONA og er markmið þess að þjálfa næstu kynslóð sérfræðinga á sviði afvopnunarmála- tækni og alþjóðasamninga. Að náminu standa Höfði friðarsetur og Davis Center við Harvard-háskóla í samstarfi við Wilson Center í Washington og The Peace Research Institute í Frankfurt. Á hverju ári tekur ACONA á móti nýjum hópi sérfræðinga sem koma víða að með fjölþættan bakgrunn og útskrifast eftir 12 mánuði. Þátttakendur á námskeiðinu koma á útskriftardaginn og ræddi forseti við þau um frið og öryggismál.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar