Forseti flytur opnunarávarp alþjóðlegrar ráðstefnu um framtíð öryggis- og varnarmála Evrópu. Ráðstefnan, sem fram fór í Grósku í Reykjavík, er haldin árlega í tengslum við ACONA námsleið Höfða friðarseturs um samningatækni á sviði afvopnunarmála. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Negotiating the Future of European Security. Í ávarpi sínu minnti forseti meðal annars á mikilvægi þess að spornað verði við misnotkun sögunnar, enda auðvelt að finna dæmi um þjóðarleiðtoga sem ali á tortryggni og jafnvel hatri í garð annarra í þágu eigin hagsmuna heima fyrir. Auk forseta tók Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Pia Hanson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar, til máls við opnunina. Þá tók fjöldi erlendra og íslenskra sérfræðinga þátt í panelumræðum. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér og upptöku
Fréttir
|
12. maí 2023
Framtíðaröryggi Evrópu
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt