Forseti er heiðursgestur á lýðheilsu- og gönguhátíð Ferðafélags Íslands, Úlfarsfell 2000. Gengið var á Úlfarsfell á mörkum Mosfellsbæjar og Reykjavíkur frá þremur stöðum, undir leiðsögn göngustjóra FÍ. Á fjallinu voru svo haldnir tónleikar þar sem Helgi Björns og reiðmenn vindanna skemmtu göngufólki. Forseti flutti auk þess stutt ávarp þar hann minnti á mikilvægi lýðheilsu og forvirkra aðgerða á þeim vettvangi. Brýnt væri að nota jákvæða hvata og leggja mesta áherslu á að hver og einn njóti sín á eigin forsendum, í samræmi við eigin áhuga, vilja og getu. Gönguhátíðin á Úlfarsfelli var ætluð allri fjölskyldunni. Yngsti göngugarpurinn var rúmlega tveggja ára en sá elsti um áttrætt.
Fréttir
|
18. maí 2023
Úlfarsfell 2000
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt