Forseti á fund með forsætisráðherra Kanada í húsakynnum þjóðþings landsins á Parliament Hill í Ottawa. Fundurinn er liður í opinberri heimsókn forseta til Kanada í boði landstjórans Mary Simon. Á fundi forseta og forsætisráðherra var fjallað um náin tengsl Íslands og Kanada og sameiginlega hagsmuni landanna. Rætt var um málefni norðurslóða, sjálfbærni og nýsköpun. Þá var rætt um þjóðernishyggju, ættjarðarást og árangur kanadískra stjórnvalda við móttöku og aðlögun innflytjenda í fjölmenningarsamfélagi.
Fréttir
|
29. maí 2023
Justin Trudeau
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt