Forseti flytur opnunarávarp á ráðstefnu í Kanada um lýðheilsu ungmenna. Að viðburðinum stóðu Lýðheilsustofnun Kanada (Public Health Agency of Canada) í samvinnu við Planet Youth á Íslandi, í tilefni af ríkisheimsókn forsetahjóna til Kanada. Meðal gesta var einnig Mary Simon, landstjóri Kanada, sem hefur sýnt mikinn áhuga á frekari innleiðingu íslenska módelsins svo kallaða, forvarnarverkefni Planet Youth.
Páll Ríkharðsson, framkvæmdastjóri Planet Youth og Jón Sigfússon, stjórnarformaður Planet Youth, sögðu frá íslensku aðferðafræðinni sem innleidd hefur verið með góðum árangri víða um lönd, þar á meðal í Kanada.