Forseti flytur opnunarávarp á ráðstefnu stéttarfélaga opinberra starfsmanna víða á Norðurlöndum, NTR (Nordisk Tjenestemannsråd). Ráðstefnan er haldin í Reykjavík í ár og að þessu sinni er sjónum helst beint að áfallastjórnun á erfiðum tímum. Í máli sínu nefndi forseti meðal annars að til væri sú kenning að Íslendingar mættu vanda og viðfangsefnum hverju sinni með því hugarfari að þetta myndi nú allt reddast, "det ordner sig" á danskri tungu. Kannski væri sannleikskorn í þessari kenningu en ekki mætti þó gera of mikið úr henni. Hins vegar mætti hampa því að þegar á þurfi að halda geti Íslendingar staðið saman og gengið í þau verk sem vinna þurfi þá og þegar.
Fréttir
|
26. júní 2023
Stéttarfélög starfsmanna í almannaþjónustu
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt