Forseti sækir opnunarhátíð Hinsegin daga, menningar- og mannréttindahátíðar hinsegin fólks í Reykjavík. Yfirskrift Hinsegin daga í ár er „Baráttan er ekki búin". Opnunarhátíðin fór fram í Gamla bíói með fjölbreyttri dagskrá. Hátíðarræðu ársins flutti Ólöf Bjarki Antons, formaður Trans Íslands, og Una Torfa flutti lagið Þú ert stormur sem er einkennislag hátíðarinnar í ár. Hinsegin dagar standa út vikuna með fjölbreyttri dagskrá og ná hápunkti sínum með gleðigöngunni í Reykjavík laugardaginn 12. ágúst.
Fréttir
|
08. ágú. 2023
Hinsegin dagar
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt