• Fanney Ásgeirsdóttir þjóðgarðsvörður ásamt forseta. Ljósmynd/Fríða Líf Vignisdóttir
  • Forseti afhjúpar skjöld við nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Klaustri. Ljósmynd/Fríða Líf Vignisdóttir
  • Forseti afhjúpar skjöld við nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Klaustri. Ljósmynd/Fríða Líf Vignisdóttir
  • Ljósmynd/Fríða Líf Vignisdóttir
Fréttir | 06. sep. 2023

Heimsminjaráðstefna

Forseti flytur ávarp á norrænni heimsminjaráðstefnu á Kirkjubæjarklaustri. Hún var á vegum Vatnajökulsþjóðgarðs og við sama tilefni afhjúpaði forseti skjöld við nýja gestastofu hans á Klaustri. Þar kemur fram að þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO). Í máli sínu minnti forseti á mikilvægi ferðaþjónustu fyrir íslenskan efnahag og samfélag en rakti jafnframt þann vanda sem skyndilegur og ör vöxtur greinarinnar getur skapað víða. Tryggja verði að hún þróist þannig að sem mest sátt ríki um hana hér innanlands, starfsfólk uni við sinn hag, gestir haldi glaðir heim, náttúra skaðist ekki og virðing sé borin fyrir íslenskri tungu og menningu í allri sinni fjölbreytni.

Pistill forseta: Vandi fylgir vegsemd hverri

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar