Forseti fer í fræðsluferð um Skaftárhrepp. Farið var um dreifbýli sveitarfélagsins og óbyggðir í fylgd Jóhannesar Gissurarsonar oddvita og Einars Kristjáns Jónssonar sveitarstjóra. Meðal annars var haldið að Þykkvabæjarklausturskirkju, Alviðruhamravita og endurgerðum sauðahúsum í umsjá Þjóðminjasafns Íslands. Þá var farið upp að Systravatni ofan Kirkjubæjarklausturs og síðan lá leiðin upp til fjalla. Ekið var að Eintúnahálsi með viðkomu hjá Fagrafossi uns komið var í Blágil. Þar snæddu forseti og föruneyti kjötsúpu með hópi gangnamanna en leitir hófust þar degi síðar. Ferðin var í tengslum við þátttöku forseta í norrænni heimsminjaráðstefnu á Kirkjubæjarklaustri.
Pistill forseta: Vandi fylgir vegsemd hverri