Forseti tekur á móti Claire Buckley, nýjum sendiherra Írlands gagnvart Íslandi með aðsetur í Osló. Rætt var um samskipti Írlands og Íslands í áranna rás, keltnesk áhrif á Íslandi og leiðir til að auka enn frekar umræður og áhuga á þeim menningararfi Íslendinga. Þá var rætt um stöðu smærri tungumála í alþjóðavæddum heimi. Meðal annars var dæmi tekið af merkingum á flugvellinum í Dyflinni þar sem gelíska er í fyrirrúmi þótt þeir flugvallargestir sem hana skilji séu ekki í meirihluta. Rætt var um áhrif Brexit á Írlandi og framtíðarhorfur á eynni allri. Forseti rakti markmið og sjónarmið íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda og utanríkismála, jafnréttis- og umhverfismála.
Fréttir
|
19. sep. 2023
Írland
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt