Fréttir | 19. sep. 2023

Bangladess

Forseti tekur á móti A.K.M. Shahidul Karim, nýjum sendiherra Bangladess gagnvart Íslandi með aðsetur í Kaupmannahöfn. Rætt var um leið íbúa Bangladess úr sárri fátækt til betri lífskjara. Sendiherra nefndi til dæmis hvernig konur efldust smám saman til dáða í textíliðnaði landsins. Einnig var rætt um váleg áhrif hnattrænnar hlýnunar í Bangladess, meira úrhelli og aukin flóð og leiðir til að verja landslýð fyrir þeim hremmingum. Forseti rakti markmið og sjónarmið íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda og utanríkismála, jafnréttis- og umhverfismála.

Þessi síða notar fótspor
Skoða nánar