Forseti tekur á móti Gnotsyoudom Douangmany, nýjum sendiherra Laos gagnvart Íslandi með aðsetur í London. Rætt var um framtíðarhorfur í Laos. Landbúnaður er undirstaða efnahags þar en vonir standa til að efla megi iðnað í landinu og þá eru uppi áform um að nýta vatnsafl þar. Rætt var um möguleika á samstarfi við Íslendinga í þeim efnum. Einn Laosi mun búa á Íslandi um þessar mundir. Forseti rakti markmið og sjónarmið íslenskra stjórnvalda á alþjóðavettvangi á sviði mannréttinda og utanríkismála, jafnréttis- og umhverfismála.
Fréttir
|
19. sep. 2023
Laos
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt