Forseti tekur á móti breskum þingmönnum sem sitja í vinahópi Íslands á breska þjóðþinginu. Markmið hópsins er að viðhalda góðum tengslum milli Alþingis Íslendinga og breska þingsins. Rætt var um þróun mála í íslensku samfélagi og á alþjóðasviðinu, samskipti Íslands og Bretlands gegnum tíðina og stöðu forseta í íslenskri stjórnskipan.
Þingmannahópurinn fundar einnig með Birgi Ármannssyni, forseta Alþingis, Ásgeiri Jónssyni seðlabankastjóra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Þá kynna þau sér starfsemi íslenskra fyrirtækja í orkugeiranum og sjávarútvegi.