Forseti flytur ávarp við setningu ráðstefnu IFRRO, alþjóðlegra höfundarréttarsamtaka. Fjölís, hagsmunafélag sjö höfundarréttarsamtaka á Íslandi, stendur að viðburðinum hér á landi. Í máli sínu minnti forseti á þau straumhvörf sem orðið hafa á síðustu árum þegar gervigreind þróast sífellt hraðar og möguleikar til að nýta hana verða sífellt fleiri – en ekki endilega til bóta eða innan ramma laga, sanngirni og siðferðis. Um leið nefndi forseti að fyrir Íslendinga skipti öllu að tryggja að íslenskt mál næði að eflast og dafna í stafrænum heimi samtímans.
Fréttir
|
03. okt. 2023
Höfundarréttarsamtök
Aðrar fréttir
Fréttir
|
31. júlí 2024
„Guðni kveður Bessastaði"
Forseti ræðir embættistíð sína við Ríkissjónvarpið.
Lesa frétt
Fréttir
|
30. júlí 2024
Varnir og viðbrögð í Grindavík
Forsetahjón taka á móti fólki sem vann að verndun innviða.
Lesa frétt